18. apríl 2007

Er komin með nýja síðu á www.valarun.bloggar.is, hún er læst þannig að þeir sem vilja lykilorð látið mig vita! :)

Knús og kram
...
Vala Rún

16. apríl 2007

Já góða mánudagskveeldsið!

Þá er bara að láta aðeins heyra í sér, það er búið að vera svaka gott veður hér í Stokkhólmi, hitinn náði held ég 22 gráðum í gær, alveg geggjað, fór í göngutúr kringum Lötsjö vatnið hérna rétt hjá þar sem ég bý, hef aldrei séð svona mikið af fólki úti þarna, fólk bara að grilla og grilla sig hehe... síðan um hálffjögurleytið þegar sólin er komin á svalirnar mínar þá ætlaði ég nú bara að skella mér í sólbað en það tók við frekar ófríð og ógeðfelld sjón, já dúfurnar sem mér finnst oft svo krúttlegar sem eru að kurra útá svölum, þær eru búnar að vera ansi duglegar við að "skreyta" þarna, já mín tók upp gulu skúringarhanskana og eyddi svona 3 skrúbbum og jós skúringarlög og klósetthreinsi í fötu og skrúbbaði allt í svona klukkutíma, allt beint í ruslið eftir þetta! tókst síðan að missa eina tusku niður af svölum og voru strákarnir sem voru útí sólbaði heppnir að þeir sátu ekki undir mínum svölum..hihi! Þannig að nú get ég alveg spókað mig þarna út á svölum eins og mér sýnist, allt sótthreinsað og fint...

Úff! varð bara þreytt af að skrifa um þetta, bulla meira seinna

ciao
...
Vala skrúbbína

14. apríl 2007

Þetta gerist þegar maður er búinn að borða of mikið af jarðarberjum, hlusta á Absolute Music 54 og það er 20 stiga hiti úti...

...
Vala í sumarskapi

7. apríl 2007

I Skåne...

Jaeja, eg er ekki alveg komin heim ennta, en er stödd nuna milli Köben og Stokkholms, nanar tiltekid i Malmö, her er ekki tölud saenska eins og flestir vita tannig ad mer lidur halfpartin eins og eg se ennta i utlöndum...
Astaedan fyrir tvi ad eg er her er ad tad var ekki til sista minuten midi fyrr en kl 15:14 og er eg tvi buin ad vera herna sidan halfellefu i morgun, buin ad gera ymislegt skemmtilegt, svosem sitja i halftima a kaffihusi og drekka vanillu latte og spjalla i simann, for i baeinn og skodadi mig um, keypti mer jakka...jibbi! rosa saetur, og komst a Subway! namminamm. tannig ad eg er alveg buin ad na ad eyda 400 kallinum sem eg sparadi mer a lestarmidunum... enda var tad planid.

Tad er buid ad vera aedislegt ad eyda paskafriinu i Köben med Audi og Otto, vorum mestallan midvikudaginn a Strikinu og kiktum lika i Fisketorvet sem er moll tarna rett hja baenum, min nadi ad spreda sma...sidan hina dagana var lokad i budum tannig ad vid forum i sma siglingu og kiktum a eitthvad safn sem vid heldum ad vaeri svaka spennandi, tad het eitthvad Exploration, eg vara folk vid ad fara tangad tvi tetta er algjört prump og tekur bara 20 min ad labba tarna i gegn og kostar 66 danskar kronur, fengum to ad setjast i rafmagnsstol, frekar spuki... sidan kiktum vid i kirkjuturn i baenum tar sem er mjög gott utsyni yfir alla borgina... restinni af timanum var eytt i rolegheitum, tek tad fram ad tad var vel sofid ut a hverjum degi :) hihi... og kikt a kaffihus og eldad godan mat... maeli alveg med bed and breakfast i Albertslund! Audur min eg skal sko gefa ter topp medmaeli tegar tu aetlar ad stofna hotelid titt hehe...

Nuna tekur vid laerdomur, tad er KS a tridjudag, en svo nattla PASKAEGG a morgun! en mamma og pabbi voru svo saet ad gefa mer tvö litil noa egg, fae vatn i munninn ad hugsa um tad, sidan eru Rosa og Einar buin ad bjoda okkur Kritarförum i mat annad kvöld, hlakka mikid til...

En jaeja hef ekkert meir ad segja i bili.

Gledilega paska :)

...
Våla

2. apríl 2007

Best að fara að stappa kartöflunni niðrí háls og söngla "vi är röde" eða hvað sem fólk gerir til að laða fram dönskuframburðinn, svo maður geti gert sig skiljanlega næstu daga... reyndar er ég ekki viss um að sænska með flöðeskúmmshreim geri góða hluti en maður veit aldrei! Gæti jafnvel slegið í gegn...

Köben á morgun :)

ciaoo...

Vala

1. apríl 2007

Góða kvöldið!

Kannski kominn tími til að vippa smá texta hérna inn, nú er komið páskafrí, ég veit ekki hvað, tíminn flýgur bara, eins og vindurinn...það er bara komið sumar í borginni, sól og 10-15 stiga hiti í þessari viku...já verð að segja að það er frekar nice :) Sólgleraugu og læti, gerist ekki betra...
Annars er það að frétta að ég er búin að vera dugleg að hanga á blocket, sssb og svebo, er að hugsa um að skella mér á eitt hjól, finnst samt svo erfitt að stökkva bara það fyrsta sem er í boði og það er óótrúlega mikið til þarna skal ég segja ykkur! Mig hefði aldrei grunað að það væri svona stór markaður hérna fyrir notuð hjól á netinu, og verðið er allt frá 100-59.000 SEK!!! jebb ég er ekki að grínast, maður fengi nú bara ágætan gamlan bíl fyrir þennan pening heima, en sumir vilja eyða aðeins meiru en aðrir í hjól, já ég á dáldið erfitt með að skilja þetta...
Og svo eru það íbúðir, ég er að hugsa um að reyna að skella mér á eitthvað korridor í haust, enda verða uppáhalds nágrannarnir mínir komnir til Íslands þá, og finnst einhvern vegin tími kominn til að maður hætti þessu einbúa ástandi og upplifi alvöru stúdentalíf eins og það gerist best héra í Sverige... það er reyndar ekki mikið af íbúðum í boði núna en þetta fer örugglega að tínast inn bráðlega. Þarf nú samt að hugsa málið vandlega, ég fer alla vega ekki að fórna fínu mrs. peppers svítunni minni fyrir hvaða fataskáp sem er hehe...

Ætla svo að skella mér til Köben og heimsækja hana Auði mína og Ottó (sem verður held ég á kafi í skólabókunum) þannig að það verður bara girly time hjá okkur, vá hvað ég hlakka til :) Það verður örugglega nóg sjoppað, það er bara nauðsynlegt þegar maður kemst í nýjar búðir, aðeins að endurnýja í fataskápnum fyrir sumarið... Er samt að taka frekar áhættusamar ákvarðanir með að kaupa mér last minute ticket (aðeins hægt að kaupa 24 tímum fyrir brottför), hef aldrei prófað það áður, en held að það sé ekkert mál, eða það hef ég alla vega heyrt, enda ekkert vit í því að kaupa lestarmiða annars, kostar morð fjár!

Og já gleðifréttir, ég er ekki komin með flensuna eins og ég hélt, var reyndar raddlaus þegar ég vaknaði í morgun og búin að vera með ágæta viský rödd í nokkra daga en er öll að braggast, jajamensann! haha

Jæja ætla að hætta þessu rugli, maður þarf víst að læra aðeins á morgun áður en fríið byrjar fyrir alvöru.

ciao
...
Vala páskaungi

21. mars 2007

Þá leit eitt blogg dagsins ljós :)

Lífið gengur bara eftir rútínunni, skóli, rækt í mínusveldi (það datt eitthvað uppfyrir þegar ég fór til Barce, hmms.. ekki nógu gott, en það er bara skella sér í fyrramálið, þýðir ekert annað!) Erum núna búin að sýna 2 spex sýningar og 3 eftir, uppselt á allar ;) Sem er held ég bara í fyrsta skipti í sögu þess... já við erum svo vinsæl! En Ragga og Stína ætla að kíkja á morgun!
Stutt um ferðina til Barce... en hún var bara snilld :) Ekkert smá skrítið að fara til útlanda á þessum tíma ársins, veðrið var eins og á góðu íslensku sumri, 15-17°C og smá skúrir einn daginn, og smá vindur. Vorum í íbúð bókstaflega í miðbænum, um 5 mínútna labb að Römblunni (aðal gatan í miðbænum). Tókum bara ágætan túristagír á þetta og fengum okkur 2 daga passa í Tour Bus og náðum að sjá alveg helling þá, síðan var tekinn einn búðardagur, sem fór aðallega í að ég mátaði 20 jakka sem voru alltof litlir, vinsælustu stærðirnar í búðunum þarna eru XXS og hæð 150 þannig að jáh.. dæmið var ekki alveg að ganga upp! Síðan skruppum við seinasta daginn upp í fjöll, þar er eitthvað gamalt munkaklaustur, það var klukkutíma lestarferð þangað frá bænum og fórum svo í kláf upp í 500 metra hæð! Lofthræðsla gerði aðeins vart við sig. En útsýnið þarna uppi var alveg magnað. Barcelona er alveg frábær borg og ég mun pottþétt fara þangað aftur einhvern tíman í framtíðinni, kannski þegar það er aðeins hlýrra svo maður geti spókað sig á ströndinni líka...
Í dag í termo fyrirlestri talaði gaurinn um Ísland, mér fannst það mjög gaman, fyndið hvað þjóðarstoltið vaknar hjá manni, vorum að tala um jarðvarma til að hita upp hús og framleiða rafmagn..
En já góð saga, ég var að testa kaffivélina mína í fyrsta skiptið ... nammnamm:) Nú held ég að það sé ekki aftur snúið, ég hef haldið því fram í um það bil ár að ég sé ekki háð kaffi en hef nú ákveðið að hætta að lifa í þeirri afneitun.

Skelli kannski inn myndum bráðum úr ferðinni. Og segi ykkur skemmtilega sögu frá því sem gerðist í dag, nenni ekki að skrifa meira núna.

ciao
...
Valfríd